Neikvæð hróp foreldra hjálpa engum

ÍÞRÓTTIR  | 23. mars | 14:07 
„Ég er bara hvetjandi á hliðarlínunni og segi ekki mikið,“ sagði Ágústa Edda Björnsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handknattleik og núverandi Íslandsmeistari í hjólreiðum, í Dagmálum, nýjum frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Ég er bara hvetjandi á hliðarlínunni og segi ekki mikið,“ sagði Ágústa Edda Björnsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handknattleik og núverandi Íslandsmeistari í hjólreiðum, í Dagmálum, nýjum frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Ágústa er þriggja barna móðir og strákarnir hennar þrír stunda allir íþróttir af miklu kappi.

Mikið hefur verið rætt og ritað um foreldravandamál í íþróttum yngri barna og Ágústa hefur sínar skoðanir á því.

„Það fer rosalega í taugarnar á mér þegar það gengur illa hjá þeirra liðum þegar fólk fer að hrópa eitthvað neittkvætt, í einhverjum pirringi, inn á völlinn,“ sagði Ágústa.

„Um leið og ég heyri eitthvað í þá áttina fer ég strax í að kalla eitthvað jákvætt og hvetjandi,“ sagði Ágústa meðal annars.

Viðtalið við Ágústu Eddu í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Þættir