Viljum ekki að krónan styrkist um of

VIÐSKIPTI  | 25. mars | 10:31 
Seðlabankastjóri segir að þótt íslenska krónan sé tiltölulega veik nú um stundir, sé litið til sögulegs samhengis, þá sé ekki heppilegt að hún styrkist um of. Það geti komið niður á samkeppnishæfni.

Íslenska krónan hefur styrkst nokkuð gagnvart nokkrum af helstu viðskiptagjaldmiðlum landsins að undanförnu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að bankinn hafi í sjálfu sér ekki grátið þá þróun mjög í ljósi þess að verðbólga er nú nokkuð yfir markmiði.

Hann bendir þó á að krónan sé nú um stundir fremur veik.

„Hún er fremur veik í sögulegu samhengi núna. Á sama tíma erum við með verðbólgu aðeins fyrir ofan markmið þannig að við vorum ekkert svakalega leið yfir því að hún myndi styrkjast aðeins en ég held að það sé að mörgu leyti óheppilegt ef hún endilega styrkist mikið meira í ljósi þess að við verðum að viðhalda samkeppnisstöðu og við þurfum náttúrulega að styðja við atvinnusköpun í landinu líka,“ segir Ásgeir.

Ásgeir Jóns­son er gest­ur Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í Dag­mál­um.

Þátt­ur­inn er op­inn öll­um áskrif­end­um Morg­un­blaðsins og má nálg­ast þá á mbl.is.

Hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni hér.

Þættir