Apar spjölluðu saman á Zoom

FERÐALÖG  | 29. mars | 14:43 
Starfsfólk í dýragörðum í Tékklandi reynir nú að hafa ofan af fyrir dýrunum í dýragörðunum með óhefðbundnum hætti. Nýlega fengu simpansar í Dvur Kralove nad Labem-dýragarðinum að „spjalla“ við frændur sína í dýragarðinum í Brno.

Starfsfólk í dýragörðum í Tékklandi reynir nú að hafa ofan af fyrir dýrunum í dýragörðunum með óhefðbundnum hætti. Nýlega fengu simpansar í Dvur Kralove nad Labem-dýragarðinum að „spjalla“ við frændur sína í dýragarðinum í Brno.

Dýragarðar hafa mikið til verið lokaðir í heimsfaraldrinum og simpönsunum hefur því leiðst. Því var brugðið á það ráð að leyfa þeim að „hitta“ aðra apa í gegnum fjarfundarbúnað. 

Einnig hefur Dvur Kralove-dýragarðurinn haft beina útsendingu úr búri simpansanna til að leyfa almenningi að fylgjast með öpunum.

Þættir