Stappfullir næturklúbbar í Mexíkó

ERLENT  | 4. apríl | 10:34 
Ferðamenn hafa flykkst til Mexíkó undanfarnar vikur þar sem sóttvarnareglur á landamærum eru slakari en í flestum öðrum ríkjum. Ekki þarf að sýna fram á neikvætt kórónuveirupróf á landamærunum og ekki þarf að fara í sóttkví.

Ferðamenn hafa flykkst til Mexíkó undanfarnar vikur þar sem sóttvarnareglur á landamærum eru slakari en í flestum öðrum ríkjum. Ekki þarf að sýna fram á neikvætt kórónuveirupróf á landamærunum og ekki þarf að fara í sóttkví.

Innanlands eru heldur ekki mjög strangar sóttvarnareglur sem gefur heimamönnum sem og aðkomumönnum tækifæri á að skella sér út á lífið og dansa á næturklúbbum. Á mörgum staðanna, til dæmis í Cancún, geta gestir farið í kórónuveirupróf og fengið út úr því á stuttum tíma. 

Hátt í 200 þúsund manns hafa látist í Mexíkó af völdum veirunnar.

Skemmtistaðir og barir mega, samkvæmt lögunum, ekki vera opnir. Skemmtistaðir hafa komist fram hjá reglunum með því að bjóða upp á veitingar og skilgreina sig þannig sem veitingastaði en veitingastaðir mega vera opnir.

Þættir