Hrauntaumar flæða á gossvæðinu

INNLENT  | 5. apríl | 19:41 
Nýtt myndskeið sem Ólafur Þóris­son tók fyr­ir mbl.is fyrir skömmu sýnir hrauntauma flæða og mynda hálfgerða hrauná niður í Meradal.

Nýtt myndskeið sem Ólafur Þóris­son tók fyr­ir mbl.is fyrir skömmu sýnir hrauntauma flæða og mynda hálfgerða hrauná niður í Meradal. 

Að öllu óbreyttu verður ekki opnað fyrir aðgang að gossvæðinu í Geldingadölum klukkan sex í fyrramálið líkt og undanfarna daga. Viðbragðsaðilar munu funda á þriðjudagsmorgun um næstu skref á gossvæðinu í kjölfar þess að ný gossprunga opnaðist í dag. 

Hrauntaumur sem flytur kviku frá gígnum að stöðum þar sem hraunið fer vaxandi, að vaxtarjaðri hraunsins, sýnir muninn á flutningskerfi gíganna tveggja. Í tilfelli nýju gossprungunnar skiptir framendinn sér upp í fjórar totur, hraunsepa, og myndar a.m.k. tímabundið stakar kælieiningar. Hraunseparnir eru uppbrotið helluhraun, eins og helluhrauns-flekarnir, sem eru á dreif um yfirborð hraunsins, gefa til kynna. 

 

English below Nýi hrauntaumurinn sýnir mjög vel munin á flutningskerfinu (= hraunáin), sem flytur kvikuna frá gígumm að...

Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Mánudagur, 5. apríl 2021

 Þættir