Krúna hrifsuð af fegurðardrottningu

ERLENT  | 7. apríl | 15:07 
Sérkennileg uppákoma varð á fegurðarsamkeppni í Srí Lanka í gær þegar krúnan var hrifsuð af sigurvegaranum í sjálfri krýningarathöfninni. Þar var að verki sigurvegari frá fyrra ári sem skarst í leikinn á þeim forsendum að hjónaband sigurvegarans stæði ekki á nægilega traustum grunni.

Sérkennileg uppákoma varð á fegurðarsamkeppni í Srí Lanka í gær þegar krúnan var hrifsuð af sigurvegaranum í sjálfri krýningarathöfninni. Þar var að verki sigurvegari frá fyrra ári sem skarst í leikinn á þeim forsendum að hjónaband sigurvegarans, Pushpika de Silva, stæði ekki á nægilega traustum grunni.

Í myndskeiðinu sést þegar Caroline Jurie, ungfrú Sri Lanka 2019 og ríkjandi alheimsfegurðardrottning, grípur kórónununa af nýkrýndri ungfrú Srí Lanka og kemur henni fyrir á kollinum á keppandanum sem hafði orðið í öðru sæti, sem að sjálfsögðu brast í grát yfir heiðrinum. Sú gleði varði þó ekki lengi en ákveðið var í kjölfar atviksins að De Silva hefði verið réttilega kjörin ungfrú Srí Lanka, þrátt fyrir hjónabandserfiðleika sína. Sú ákvörðun var tilkynnt í öllu látlausari athöfn þar sem De Silva, sem er einstæð móðir, fór yfir sína hlið mála.

 

Jurie lét sér ekki nægja að grípa kórónuna því hún greip líka hljóðnemann og hóf að útskýra ástæðuna fyrir inngripinu. „Í keppninni eru settar reglur um að við eigum að vera giftar en ekki fráskildar,“ sagði hún en þá má heyra að stjórnendur útsendingarinnar voru byrjaðir að hækka í tónlistinni til að yfirgnæfa útskýringar fegurðardrottningarinnar.

Jurie virðist hafa verið einkar illa fyrirkölluð því skipuleggjendur keppninnar íhuga nú málsókn á hendur henni vegna þeirra skemmda sem hún olli síðar baksviðs.

Þættir