Frá McDonalds í ensku úrvalsdeildina (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 10. apríl | 21:46 
Chris Basham, knattspyrnumaður hjá Sheffield United á Englandi, fékk ekki samning hjá Newcastle eftir að hafa verið þar frá níu ára aldri og þar til hann varð sextán ára.

Chris Basham, knattspyrnumaður hjá Sheffield United á Englandi, fékk ekki samning hjá Newcastle eftir að hafa verið þar frá níu ára aldri og þar til hann varð sextán ára.  

Í kjölfarið hóf hann störf á skyndibitakeðjunni McDonalds. Basham gafst hins vegar ekki upp á fótbolta og fékk að lokum samning hjá Bolton þar sem hann spilaði sína fyrstu leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Basham hefur verið í lykilhlutverki hjá Sheffield United síðustu ár og átti stóran þátt í að liðið fór upp úr ensku C-deildinni og upp í ensku úrvalsdeildina á tveimur tímabilum.

Innslag um Basham má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir