Mörkin: Taflinu snúið við á fimm mínútum

ÍÞRÓTTIR  | 11. apríl | 13:15 
Frakkinn Allan Saint-Maximin var hetja Newcastle sem sneri taflinu við og vann 2:1-útisigur gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Frakkinn Allan Saint-Maximin var hetja Newcastle sem sneri taflinu við og vann 2:1-útisigur gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley tóku forystuna snemma leiks með marki Matej Vydra en franski sóknarmaðurinn kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og var allt í öllu í sóknarleik Newcastle. Hann lagði upp jöfnunarmarkið og skoraði svo sjálfur sigurmarkið fimm mínútum síðar.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þættir