Myndi yfirgefa Tottenham ef hann væri Kane (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 11. apríl | 21:47 
Arnar Gunnlaugsson og Bjarni Þór Viðarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í kvöld.

Arnar Gunnlaugsson og Bjarni Þór Viðarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í kvöld.

Á meðal þess sem þríeykið ræddi var framtíð Harrys Kanes, framherja Tottenham, en hann ku hafa látið félagið vita að hann ætlaði að færa sig um set, komist Tottenham ekki í Meistaradeildina fyrir næstu leiktíð.

Arnar og Bjarni voru sammála um að þetta væri rétti tímapunkturinn fyrir landsliðsfyrirliða Englands til að færa sig um set og nefndu Manchester City sem mögulegan áfangastað.

Innslagið um Kane má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir