Ekki tölvuleikur heldur eldgos

INNLENT  | 15. apríl | 15:25 
Eldgosið í Geldingadölum stefnir líklega hraðbyri í að vera það mest myndaða í sögunni hafi það ekki náð þeim sessi nú þegar. Ný sjónarhorn á eldhræringar hafa reglulega sést frá því gosið hófst en fá eru jafn nýstárleg og þau sem tekin eru með FPV-drónunum, sem færa áhorfendur nánast ofan í gígana.

Eldgosið í Geldingadölum stefnir líklega hraðbyri í að vera það mest myndaða í sögunni hafi það ekki náð þeim sessi nú þegar. Ný sjónarhorn á eldhræringar hafa reglulega sést frá því gosið hófst en fá eru jafn nýstárleg og þau sem tekin eru með FPV-drónunum, sem færa áhorfendur nánast ofan í gígana.

FPV stendur á ensku fyrir first person view, eða fyrstu persónu áhorf, enda er eins og áhorfandinn sjálfur fljúgi um Geldingadali í tölvuleik þegar horft er á myndefnið sem næst með drónunum.

Þá erum við heldur ekki að tala um neinar bréfdúfur því algengir FPV-drónar eru sagðir geta flogið á um 140 km/klst hraða og er keppt í hraðflugi með þeim í þartilgerðum brautum víða um heim. 

 

Þessar nýjustu myndir tók Jón Halldór Arnarson við gosstöðvarnar í gær, miðvikudag. Hér fyrir neðan má sjá nokkur myndskeið sem tekin hafa verið frá því að gosið hófst hinn 19. mars.

Frétt mbl.is

Frétt mbl.is

Frétt mbl.is

Frétt mbl.is

Frétt mbl.is

Frétt mbl.is

Þættir