Skrítið að Covid-prófa sjálfan sig

ÍÞRÓTTIR  | 19. apríl | 14:23 
„Ég gekkst undir Covid-próf á tveggja daga fresti,“ sagði Marinó Kristjánsson, landsliðsmaður á snjóbretti, um dvöl sína í Bandaríkjunum á dögunum í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Ég gekkst undir Covid-próf á tveggja daga fresti,“ sagði Marinó Kristjánsson, landsliðsmaður á snjóbretti, um dvöl sína í Bandaríkjunum á dögunum í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Marinó, sem er tvítugur, varð í mars fyrsti Íslendingurinn til þess að taka þátt á heimsmeistaramótinu í snjóbrettum sem fram fór í Aspen í Bandaríkjunum en mótið var haldið í miðjum kórónuveirufaraldri.

Hann var tíu ára gamall þegar hann ákvað að byrja að stunda snjóbrettaíþróttina af krafti og er í dag einn af fjórum landsliðsmönnum Íslands í greininni.

„Við byrjuðum á því að gangast undir venjulegt próf þarna úti,“ sagði Marinó.

„Í öðru prófinu okkar úti var okkur svo bara réttur pinni sem maður stakk upp í nefið á sér.

Þetta var frekar fyndið allt saman og mjög skrítið að mæta inn í eitthvert tjald og þurfa að prófa sjálfan sig,“ sagði Marinó.

Viðtalið við Marinó í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Þættir