Mörkin: Leeds jafnaði á 87. mínútu

ÍÞRÓTTIR  | 19. apríl | 22:14 
Leeds og Liverpool skildu jöfn, 1:1, á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leeds og Liverpool skildu jöfn, 1:1, á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Sadio Mané skoraði fyrsta mark leiksins á 31. mínútu eftir góðan undirbúning frá Trent Alexander-Arnold og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Spænski varnarmaðurinn Diego Llorente jafnaði með föstum skalla eftir hornspyrnu frá Jack Harrison á 87. mínútu.

Helstu atvik úr leiknum má sjá í meðfylgjandi myndskeiði en viðureign liðanna var í beinni útsendingu hjá Símanum Sport. 

 

Þættir