Klopp hefur ekkert út á Meistaradeildina að setja

ÍÞRÓTTIR  | 20. apríl | 9:25 
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist ekki hafa frétt af fyrirætlunum félagsins og annarra um að stofna nýja félagsliðadeild í Evropu, fyrr en í gær.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist ekki hafa frétt af fyrirætlunum félagsins og annarra um að stofna nýja félagsliðadeild í Evropu, fyrr en í gær.

„Hvorki ég né leikmenn liðsins áttum aðkomu að þessu ferli og það sem ég heyrði í gær var ekki umfram það sem fólk getur lesið um í blöðunum,“ sagði Klopp í samtali við Sky Sports í aðdraganda leiks Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. 

Staðfesta

„Sem leikmann langaði mig að spila í Meistaradeild Evrópu og þegar ég varð knattspyrnustjóri var markmiðið að stjórna liði í þeirri keppni. Ég hef því augljóslega ekkert út á Meistaradeild Evrópu að setja.“

Klopp lagði enn fremur áherslu á að liðin og stuðningsmenn séu að hans mati það mikilvægasta í íþróttinni og sjá þurfi til þess að ekkert komi upp á milli þessara hópa. Hann sagðist vilja koma því skýrt á framfæri að leikmennirnir hefðu ekki haft neina aðkomu að þessu.

Viðtalið við Klopp í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Leikur Leeds og Liverpool hefst kl. 19 og verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport. 

 

Þættir