Mennskur þótt ég líti út eins og vél

ÍÞRÓTTIR  | 26. apríl | 23:06 
Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar var í skýjunum með sigurinn í kvöld gegn Njarðvíkingum í Dominos-deild karla í körfuknattleik, enda eins og hann orðaði það, tap hefði þýtt að hans menn væru langt komnir með að vera fallnir.

Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar var í skýjunum með sigurinn í kvöld gegn Njarðvíkingum í Dominos-deild karla í körfuknattleik, enda eins og hann orðaði það, tap hefði þýtt að hans menn væru langt komnir með að vera fallnir. 

Höttur vann dýrmætan útisigur í Njarðvík, 74:72, og þar með eru Höttur og Haukar með 10 stig en Njarðvík 12 í botnbaráttunni.

Viðar sagði sína menn hægt og bítandi vera að læra en það hafi vissulega farið um hann þegar Njarðvíkingar fóru að saxa á undir lok leiks. Viðar sagðist ætla að rífa sig „á kassann“ inni í klefa og fagna innilega en næsti leikur yrði harður gegn Þórsurum. 

Viðtalið við hann er í meðfylgjandi myndskeiði.

Þættir