Fjöldamótmæli báru árangur

ERLENT  | 3. maí | 8:07 
Stjórnvöld í Kólumbíu hafa afturkallað umdeilt frumvarp um skattkerfisbreytingar í kjölfar fjöldamótmæla sem staðið hafa í landinu gegn frumvarpinu í fjóra daga.

Stjórnvöld í Kólumbíu hafa afturkallað umdeilt frumvarp um skattkerfisbreytingar í kjölfar fjöldamótmæla sem staðið hafa í landinu gegn frumvarpinu í fjóra daga.

Í yfirlýsingu sem sjónvarpað var frá sagðist Iván Duque, forseti landsins, myndu draga frumvarpið til baka og leita sátta með öðrum flokkum og samtökum um gerð nýs skattalagafrumvarps. Hann hafði áður sagt að boðaðar skattahækkanir væru nauðsynlegar til að takast á við kreppuna sem fylgdi faraldrinum.

Verkalýðsfélög, sem boðuðu til mótmælanna um land allt, höfðu sagt að skattkerfisbreytingarnar kæmu verst niður á þeim sem hefðu minnst milli handanna fyrir. Þannig voru skattleysismörk lækkuð og virðisaukaskattur hækkaður.

Voru tillögurnar fyrir vikið ansi óvinsælar en tugþúsundir hafa mótmælt í landinu síðustu fjóra daga.

 

Þættir