Mörkin: Antonio hetjan í endurkomunni

ÍÞRÓTTIR  | 4. maí | 11:02 
Michail Antonio var hetja West Ham United þegar hann sneri aftur eftir meiðsli og skoraði bæði mörk liðsins í naumum sigri gegn Burnley í gærkvöldi.

Michail Antonio var hetja West Ham United þegar hann sneri aftur eftir meiðsli og skoraði bæði mörk liðsins í naumum sigri gegn Burnley í gærkvöldi.

Nýsjálendingurinn Chris Wood hafði komið Burnley yfir úr vítaspyrnu en Antonio, sem hafði ekki spilað síðastliðinn mánuð vegna meiðsla aftan í læri, svaraði með tveimur mörkum skömmu síðar.

Öll þrjú mörkin komu á rúmlega 10 mínútna kafla í fyrri hálfleik og má sjá þau ásamt öllu því helsta úr leiknum í spilaranum hér að ofan.

Þættir