Mörkin: Sex marka veisla í Leicester

ÍÞRÓTTIR  | 7. maí | 22:35 
Leikmenn Newcastle gerðu sér lítið fyrir og skoruðu fjögur mörk þegar liðið heimsótti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leikmenn Newcastle gerðu sér lítið fyrir og skoruðu fjögur mörk þegar liðið heimsótti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leiknum lauk með 4:2-sigri Newcastle en Callum Wilson, sóknarmaður Newcastle, skoraði tvívegis í leiknum.

Newcastle komst í 4:0 með mörkum frá þeim Joseph Willock, Paul Dummett og Callum Wilson.

Marc Albrighton og Kelechi Iheanacho klóruðu í bakkann fyrir Leicester á lokamínútunum.

Leikur Leicester og Newcastle var sýndur beint á Símanum Sport.

Þættir