Mörkin: Fyrsta markið fyrir Liverpool

ÍÞRÓTTIR  | 8. maí | 21:49 
Spánverjinn Thiago skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool þegar liðið fékk Southampton í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Spánverjinn Thiago skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool þegar liðið fékk Southampton í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Leiknum lauk með 2:0-sigri Liverpool en Sadio Mané kom Liverpool yfir á 31. mínútu með laglegum skalla.

Thiago innsiglaði svo sigur Liverpool með frábæru skoti af vítateigslínunni á 90. mínútu.

Leikur Liverpool og Southampton var sýndur beint á Síminn Sport.

Þættir