Ísland og Norður-Kórea sér á báti

ÍÞRÓTTIR  | 10. maí | 11:41 
„Þetta var langt frá því að vera raunhæft enda ólöglegt á Íslandi,“ sagði Valgerður Guðsteinsdóttir, tvöfaldur Íslandsmeistari í hnefaleikum og fyrsta og eina íslenska atvinnukonan í íþróttinni, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Þetta var langt frá því að vera raunhæft enda ólöglegt á Íslandi,“ sagði Valgerður Guðsteinsdóttir, tvöfaldur Íslandsmeistari í hnefaleikum og fyrsta og eina íslenska atvinnukonan í íþróttinni, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Atvinnuhnefaleikar hafa verið ólöglegir hér á landi síðan árið 1956 en Valgerður tók þátt í sínum fyrsta atvinnumannabardaga árið 2016 og er hún hluti af stórum hópi fólks sem vill lögleiða atvinnuhnefaleika á Íslandi.

Hún er með sænskt keppnisleyfi í dag en vonast til þess að geta keppt hér á landi á komandi árum undir merkjum Íslands.

„Maður er alltaf stoltur að keppa fyrir hönd síns lands, þótt ég geti ekki gert það löglega, en ég hlakka til að verða íslenskur boxari einn daginn,“ sagði Valgerður

„Það getur ekki verið langt í að þetta verði lögleitt hér á landi enda eru Ísland og Norður-Kórea einu löndin í heiminum sem leyfa ekki atvinnuhnefaleika,“ bætti Valgerður við.

Viðtalið við Valgerði í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Þættir