Mörkin: Skoraði tvö í endurkomunni

ÍÞRÓTTIR  | 11. maí | 22:04 
Danny Ings sneri aftur í byrjunarlið Southampton með látum þegar liðið tók á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Danny Ings sneri aftur í byrjunarlið Southampton með látum þegar liðið tók á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Ings skoraði tvívegis fyrir Southampton en hann lék síðast með liðinu 21. maí þegar liðið tapaði 2:1-fyrir Tottenham á útivelli.

Christian Benteke kom Crystal Palace yfir í kvöld með marki á 2. mínútu en Southampton tókst að snúa leiknum sér í vil og innbyrða sigur.

Leikur Southampton og Crystal Palace var sýndur beint á Síminn Sport.

Þættir