Manchester-borg er blá (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 11. maí | 22:07 
Stuðningsmenn enska knattspyrnufélagsins Manchester City voru mættir fyrir utan Etihad-völlinn í Manchester, heimavöll liðsins, til þess að fagna Englandsmeistaratitilinum í kvöld.

Stuðningsmenn enska knattspyrnufélagsins Manchester City voru mættir fyrir utan Etihad-völlinn í Manchester, heimavöll liðsins, til þess að fagna Englandsmeistaratitilinum í kvöld.

City varð enskur meistari eftir að Leicester vann 2:1-sigur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í Manchester fyrr í dag.

Fagnaðarlætin í Manchester voru þó í rólegri kantinum enda ennþá strangar takmarkanir í gildi á Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins.

Þetta er í fimmta sinn sem City verður Englandsmeistari en liðið hefur þrívegis orðið meistari á síðustu fjórum árum.

Þættir