Netverslun með áfengi fyllilega lögmæt

INNLENT  | 12. maí | 15:36 
Arnar Sigurðsson vínkaupmaður segir að netverslun með áfengi sé fyllilega lögmæt og gjaldi alla skatta og gjöld eins og vera ber. Þetta kemur m.a. fram í viðtali yfir rauðvínsglasi í Dagmálum.

Arnar Sigurðsson, vínkaupmaður hjá Santewines SAS, segir að netverslun með áfengi sé fyllilega lögmæt og gjaldi alla skatta og gjöld eins og vera ber. Hún eigi sér samt sem áður stað án milligöngu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) og því beri hún ekki smásöluálagningu hennar. Auk þess sé þess gætt í hvívetna með rafrænu auðkenni að kaupendur hafi aldur til.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegu viðtali yfir rauðvínsglasi við Arnar í Dagmálum, streymi sem opið er öllum áskrifendum Morgunblaðsins. Þar er bæði rætt um hvernig netverslun með vín eigi sér stað, en jafnframt hvernig hún samrýmist markmiðum áfengislaga, samkeppnisstöðu gagnvart ÁTVR og fleira.

Dag­mál eru aðgengi­leg áskrif­end­um Morg­un­blaðsins hér. Einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Þættir