Liverpool skoraði fjögur á Old Trafford (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 13. maí | 22:38 
Brasilíumaðurinn Roberto Firmino skoraði tvívegis fyrir Liverpool í 4:2-sigri á útivelli gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Brasilíumaðurinn Roberto Firmino skoraði tvívegis fyrir Liverpool í 4:2-sigri á útivelli gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 

Diego Jota og Mo Salah komust einnig á blað hjá Liverpool en Bruno Fernandes og Marcus Rashford skoruðu fyrir United í afar skemmtilegum leik. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir