Eitt og eitt atriði sem við klikkum á

ÍÞRÓTTIR  | 15. maí | 22:33 
Pétur Rúnar Birgisson, bakvörður Tindastóls, sagðist finna fyrir því að úrslitakeppni Dominos-deildarinnar er byrjuð eftir að hans menn töpuðu fyrsta leiknum í einvígi sínu gegn Keflavík í kvöld.

Pétur Rúnar Birgisson, bakvörður Tindastóls, sagðist finna fyrir því að úrslitakeppni Dominos-deildarinnar er byrjuð eftir að hans menn töpuðu fyrsta leiknum í einvígi sínu gegn Keflavík í kvöld. 

Pétri fannst dómarar virðast vera í þeim gír að leyfa meira þetta kvöldið, lítið dæmt miðað við ansi fína hörku og sagði það bara vera jákvætt. 

Pétur sagðist hafa verið ánægður með að sjá áhorfendur í stúkunni og hlakkaði til næsta leiks þrátt fyrir tap.

Pétur sagði sína menn hafa klikkað á nokkrum smáatriðum sem hafi skilið liðin að þetta kvöldið en að mestu leyti hafi þeirra leikáætlun gengið upp. 

Þættir