Mörkin: Komu loks undir lokin

ÍÞRÓTTIR  | 16. maí | 11:19 
Danny Welbeck og Said Benrahma skoruðu lagleg mörk fyrir lið sín, Brighton & Hove Albion og West Ham United, þegar þau skildu jöfn í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Danny Welbeck og Said Benrahma skoruðu lagleg mörk fyrir lið sín, Brighton & Hove Albion og West Ham United, þegar þau skildu jöfn í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Eftir fremur bragðdaufan leik framan af komu mörkin loksins seint og síðar meir. Welbeck kom Brighton í forystu á 84. mínútu með snyrtilegri vippu og aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Benrahma með fallegu skoti fyrir utan teig.

Þar við sat og þurftu liðin að sættast á 1:1 jafntefli.

Mörkin og allt það helsta úr leiknum í gærkvöldi, sem var sýndur í beinn í útsendingu á Símanum Sport, má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þættir