„Við dettum oft í hjónin“

FÓLKIÐ  | 20. maí | 13:51 
Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Halldór Gylfason leikarar hafa unnið mikið saman síðan þau kynntust í Listaháskóla íslands á sínum tíma. Þau leika oft hjón og hefur varla nokkurn tímann kastast í kekki á milli þeirra.

Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Halldór Gylfason leikarar hafa unnið mikið saman síðan þau kynntust í Listaháskóla íslands á sínum tíma. Þau leika oft hjón og hefur varla nokkurn tímann kastast í kekki á milli þeirra. 

Katla og Halldór eru gestir í nýjasta þætti Dagmála.

Ein af fyrstu sýningum þeirra saman var Móglí. Þar léku þau úlfahjón.  

„Það er ekki í fyrsta og eina skiptið sem við höfum leikið hjón eða par,“ segir Halldór. 

„Við dettum oft í hjónin,“ segir Katla. 

„Mamma vildi absolút fá hann fyrir tengdason á sínum tíma en það gekk ekki eftir.“ 

„Við hefðum nú getað glatt hana með því,“ segir Dóri. 

Það var þó huggun harmi gegn þegar Halldór kvæntist konu af Jökuldal, hvaðan móðir Kötlu er einnig.

Viðtalið við Kötlu og Halldór í heild sinni má nálg­ast með því að smella hér.

Þættir