Þarf að hósta fram tveimur milljónum

ÍÞRÓTTIR  | 1. júní | 16:52 
„Það er íþróttamaður sem ég hef verið í sambandi við sem þarf að gangast undir aðgerð,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í spjótkasti og þrefaldur ólympíufari, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Það er íþróttamaður sem ég hef verið í sambandi við sem þarf að gangast undir aðgerð,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í spjótkasti og þrefaldur ólympíufari, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Íslenskt afreksíþróttafólk hefur barist fyrir grundvallarréttindum undanfarin ár en margir hverjir eiga erfitt með að ná endum saman til þess að geta stundað sína íþrótt af krafti.

Ásdís tók á dögunum sæti í framkvæmdastjórn ÍSÍ en hún lagði frjálsíþróttaskóna á hilluna á síðustu ári og ætlar sér að berjast fyrir réttindum íþróttafólks næstu árin.

„Hún þarf að hósta fram tveimur milljónum [íslenskra króna] til þess að fara í aðgerðina og geta þannig haldið áfram að stunda sína íþrótt,“ sagði Ásdís.

„Kannski fær hún eitthvað til baka frá sjúkratryggingum Íslands en hún fær svör um það eftir aðgerðina en þá er hún búin að taka lán fyrir tveimur milljónum.

Hugsaðu þér hvernig tilfinning það er að vera með hundruði þúsunda í yfirdrátt og eiga svo að standa þig vel í þinni íþróttagrein.

Mér finnst þetta einfaldlega ekki í lagi,“ bætti Ásdís við.

Viðtalið við Ásdísi í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Þættir