„Vonandi náum við að fylgja þessu“

INNLENT  | 4. júní | 11:38 
Ástæðan fyrir að miðar væru dregnir upp úr dollu til þess að ákveða bólusetningaröð árganga á höfuðborgarsvæðinu er sú að aðferðin er einföld og skiljanleg fyrir fólk að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.

Ástæðan fyrir að miðar væru dregnir upp úr dollu til þess að ákveða bólusetningaröð árganga á höfuðborgarsvæðinu er sú að aðferðin er einföld og skiljanleg fyrir fólk að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/06/04/nidurstadan_i_bolusetningarlottoinu_ljos/

Hún segir einnig lítill tími hafi verið til stefnu og því hafi ákvörðunin verið tekin um þessa einföldu afgreiðslu. 

„Það er líka annað að þegar þetta er svona skýrt, þú veist að þú ert í einhverjum ákveðnum árgangi og tilheyrir ákveðnum hópi þá er fyrirsjáanleikinn sá að þó að þú fáir ekki boð veistu að þú mátt koma,“ segir Ragnheiður og útskýrir þannig hvers vegna heilir árgangar væru dregnir út í einu en ekki handahófskennt val á einstaklingum. 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/06/04/yfir_100_thusund_fullbolusettir/

Eitthvað er um að fólk fái ekki boð. Það getur meðal annars stafað af því að fólk er ekki skráð með símanúmer. Fólk sem tilheyrir árgöngum sem hafa verið boðaðir en hafa ekki fengið boð geta mætt og gefið upp kennitölu. 

Átján hópar voru dregnir í hverja viku næstu þrjár vikurnar í bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu. Ragnheiður Ósk segir planið óstaðfest og að miðað sé við fjölda bóluefnaskammta á hverjum tíma en vonast til að planið haldi. 

 

Þættir