Glæfraleikur við Dettifoss

INNLENT  | 6. júní | 16:44 
Arnar Þór Hafþórsson var að skoða Dettifoss seinnipartinn í gær þegar hann kom auga á tvo ferðamenn við bakka fossins í miklum glæfraleik.

Arnar Þór Hafþórsson var að skoða Dettifoss seinnipartinn í gær þegar hann kom auga á tvo ferðamenn við bakka fossins í miklum glæfraleik.

„Maður fékk í magann. Það var ekki eins og þeir væru langt frá. Þeir voru bara á fossbrúninni,“ segir Arnar Þór.

„Þeir voru að taka selfí-myndir alveg við. Eitt vitlaust skref og þá ertu bara farinn,“ bætir Arnar Þór við, sem setti myndskeið inn á síðuna Bakland ferðaþjónustunnar sem hefur vakið mikla athygli.

Hann tók einnig myndskeið af ferðamönnum að dýfa höndunum ofan í ána við fossbrúnina. „Það var fáránlegt að sjá þetta.“

 

Þættir