Ef einn spilar illa tekur sá næsti við

ÍÞRÓTTIR  | 7. júní | 23:12 
Calvin Burks, eða CJ, bakvörður Keflvíkinga, virtist vera nokkuð þreyttur eftir erfiða viðureign í kvöld þegar lið hans sló út KR í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfuknattleik og tryggði sér um leið miðann í úrslitaeinvígið.

Calvin Burks, eða CJ, bakvörður Keflvíkinga, virtist vera nokkuð þreyttur eftir erfiða viðureign í kvöld þegar lið hans sló út KR í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfuknattleik og tryggði sér um leið miðann í úrslitaeinvígið. 

CJ átti aldeilis skínandi góðan leik í kvöld þegar hann skoraði 23 stig fyrir sitt lið. CJ var hógvær þegar hann hrósaði liðsfélögum sínum og sagði liðið vera smekkfullt af flottum leikmönnum og ef einn leikmaður sé ekki að standa sig þá komi bara næsti og grípi keflið.

Orð að sönnu því það virðist ekki skipta máli þótt einn jafnvel tveir leikmenn sýni ekki sitt rétta andlit. Þrátt fyrir góðan sigur sá CJ að lið hans hefði getað gert betur á ýmsum sviðum. 

Viðtalið er í meðfylgjandi myndskeiði.

Þættir