Eriksen tjáir sig eftir hjartastoppið

ÍÞRÓTTIR  | 14. júní | 10:16 
Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins í knattspyrnu og Inter frá Mílanó, hefur tjáð sig opinberlega í fyrsta sinn eftir að hafa farið í hjartastopp meðan á leik Danmerkur og Finnlands stóð á laugardaginn.

Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins í knattspyrnu og Inter frá Mílanó, hefur tjáð sig opinberlega í fyrsta sinn eftir að hafa farið í hjartastopp meðan á leik Danmerkur og Finnlands stóð á laugardaginn.

„Þakka ykkur fyrir, ég mun ekki gefast upp. Mér líður betur núna en vil skilja hvað gerðist. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig.“

Þetta sagði Eriksen í stuttum skilaboðum til allra þeirra víðs vegar um heiminn sem hafa óskað honum velfarnaðar. Umboðsmaður hans sendi skilaboðin til ítalska íþróttablaðsins Gazzetta dello Sport, sem birti þau í dag.

Morten Boesen, læknir danska landsliðsins, hefur staðfest að Eriksen hafi farið í hjartastopp og að læknaliðið á vellinum hafi „náð honum til baka“.

Boesen sagði þó á blaðamannafundi í gær að ekki sé enn vitað hvað hafi nákvæmlega gerst.

Samkvæmt þeim skoðunum sem hann hefur gengist undir hingað til lítur allt eðlilega út. Við erum með ekki með útskýringu á reiðum höndum af hverju þetta gerðist. Ég get ekki svarað þeirri spurningu,“ sagði hann.

Þættir