Guðmundar- og Geirfinnsmálið ekki stutt nægilega

INNLENT  | 21. júní | 16:00 
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn er kominn heim eftir þriggja ára dvöl í Hollandi þar sem hann starfaði sem tengiliður hjá Europol og er hann tekinn við rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn er kominn heim eftir þriggja ára dvöl í Hollandi þar sem hann starfaði sem tengiliður hjá Europol og er hann tekinn við rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Grímur er gestur Karítasar Ríkharðsdóttur í Dagmálaþætti dagsins þar sem hann ræðir starfið, dvölina hjá Europol og skipulagða brotastarfsemi. 

Hann segir að meðal þess sem hann hafi lært af og tekið með sér úr starfi sínu hjá Europol sé mikil sannfæring um að gæði gagna í rannsóknum skipti öllu máli. 

Sem dæmi tekur Grímur Guðmundar- og Geirfinnsmálið. „Það er mjög mikilvægt að þó að fyrir liggi ákveðnar vísbendingar um hvernig hlutirnir hafa verið að það sé styrkt með aðferðum og öðrum gögnum líka. Ég legg mikla áherslu á að í gæðum slíkra rannsókna sé ekki eitthvað eitt látið ráða,“ segir Grímur. 

Hann segir að almennt sé ekki nóg að styðjast við játningar heldur þurfi þær að vera styrktar með öðrum gögnum svo vel sé.

Dag­mál eru streym­isþætt­ir Morg­un­blaðsins á net­inu, opn­ir öll­um áskrif­end­um blaðsins. Viðtalið við Grím Grímsson má finna hér. Einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Þættir