Leiðinn var upphafið að framanum

FÓLKIÐ  | 22. júní | 12:28 
Embla Wigum náði fyrst tökum á förðunarlistinni eitt sumarið þegar henni leiddist oft. „Allar bestu vinkonur mínar og kærastinn minn voru að vinna einhversstaðar úti á landi. Ég var ekki með neina vinnu þannig að ég var bara ein að æfa mig að mála og þetta blómstraði bara þannig,“ segir Embla.

Embla Wigum er förðunarfræðingur sem vinnur mikið út fyrir kassann. Hún hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum Tik Tok þar sem hún sýnir frá fjölbreyttum, listrænum og skemmtilegum förðunum á sjálfri sér.

Áhugi hennar á förðun kviknaði snemma og segist Embla halda að hún hafi alltaf haft áhuga á þessu. Þegar hún var 17 ára fór hún í förðunarnám meðfram menntaskólanáminu og eftir útskrift var áhuginn orðinn enn meiri. Eftir að hafa lært grunnförðun fór hún að prófa sig áfram með listrænar og öðruvísi útfærslur. Hún fór að ná góðum tökum á slíkri förðun eitt sumarið þegar henni leiddist mikið.

 

„Þetta var mjög skrýtið sumar þar sem eiginlega allar bestu vinkonur mínar og kærastinn minn voru að vinna einhversstaðar úti á landi. Ég var ekki með neina vinnu þannig að ég var bara ein að æfa mig að mála og þetta blómstraði bara þannig,“ segir Embla og bætir við að það geti ýmislegt komið út úr því að láta sér leiðast. Þá prófi maður eitthvað svona öðruvísi.

Förðunarmyndbönd Emblu hafa fengið milljónir áhorfa á TikTok og segja má að hún hafi slegið í gegn þar. Hún byrjaði á því að deila förðun á Instagram aðgangi sínum þar sem vinir og fjölskylda voru aðallega að fylgja henni. Velgengnin fór hægt af stað en myndböndin byrjuðu þó strax að vekja athygli sem fékk hana til að vilja halda áfram með þau.

Dóra Júlía skyggn­ist inn í líf Emblu í Dag­málsþætti dags­ins. Þætt­irn­ir eru aðgengi­leg­ir áskrif­end­um Morg­un­blaðsins hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa hér. 

Þættir