Liðssigur hjá okkur

ÍÞRÓTTIR  | 6. júlí | 21:12 
Coleen Kennedy vinstri miðjumaður Þór/KA átti fínan leik fyrir sitt lið í kvöld og átti stóran þátt í seinna marki liðsins í kvöld. Með hraða sínum frá suðurríkjum Bandaríkjana var hún hvað eftir annað erfiður ljár í þúfu Keflavíkur sem áttu í mesta basli með að hemja hana þegar hún komst af stað.

Coleen Kennedy vinstri miðjumaður Þór/KA átti fínan leik fyrir sitt lið í kvöld og átti stóran þátt í seinna marki liðsins í kvöld. Með hraða sínum frá suðurríkjum Bandaríkjana var hún hvað eftir annað erfiður ljár í þúfu Keflavíkur sem áttu í mesta basli með að hemja hana þegar hún komst af stað.

Colleen sagið sigurinn mikilvægan og vonandi að þetta gefi liðinu byr undir báða vængi fyrir komandi leiki í mótinu. Colleen sagði að lið sitt hafi verið vel undirbúið fyrir þennan leik gegn Keflavík og bætti við að henni fannst lið sitt hafa átt jafnvel að skora fleiri mörk þetta kvöldið. 

Þættir