Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu lausnin

INNLENT  | 7. júlí | 12:41 
Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður og frambjóðandi Viðreisnar í komandi alþingiskosningum, telur að heilbrigðismálin verði stærsta kosningamálið í haust. Hann segir að Viðreisn standi með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu.

Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður og frambjóðandi Viðreisnar í komandi alþingiskosningum, telur að heilbrigðismálin verði stærsta kosningamálið í haust. Hann segir að Viðreisn líti á það sem forgangsmál að útrýma biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Þar geti einkarekstur verið lausnin.

Hann segir núverandi ríkisstjórn hafa mistekist við stefnumörkun í heilbrigðismálum, milli ríkisstjórnarflokkanna sé óbrúanlegt bil í þeim efnum, en samt fái Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að fara sínu fram í kennisetningum og trúarkreddum um ríkisvæðingu heilbrigðiskerfisins, að einkarekstur sé af hinu illa.

„Við erum ekki þar,“ segir Sigmar og segir stefnuna eiga að miðast við að bjóða nauðsynlega þjónustu. Þar geti einkarekstur komið dyggilega að, eins og sjáist af því hve mikill hluti heilbrigðiskerfisins sé einkarekinn.

Þetta er meðal þess, sem fram kemur í viðtali við Sigmar um innkomu hans í stjórnmálin, stjórnmálaviðhorfið, stefnu Viðreisnar og komandi kosningar, sem er í Dagmálum í dag, streymi Morgunblaðsins, en það er opið öllum áskrifendum.

Þættir