Greiðsluvilji mikill í kerfinu

VIÐSKIPTI  | 7. júlí | 16:39 
Ánægjulegt hefur verið að fylgjast með því hvernig fyrirtæki hafa brugðist við mjög krefjandi aðstæðum í hagkerfinu síðustu misseri. Þetta segir Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka.

Ánægjulegt hefur verið að fylgjast með því hvernig fyrirtæki hafa brugðist við mjög krefjandi aðstæðum í hagkerfinu síðustu misseri. Þetta segir Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka.

Hún er gestur í Dagmálum í dag. Segir hún að greiðsluvilji fyrirtækja sé mikill í ástandi þar sem bankinn þurfti að færa talsverða fjármuni á afskriftareikning og frysta lán fjölmargra viðskiptavina.

„Við erum núna að vinna að því með okkar viðskiptavinum að koma þeim aftur í greiðsluferli, því það var náttúrulega mikið um frystingar. Mér finnst það ganga ótrúlega vel og mér finnst mikill greiðsluvilji og kraftur í atvinnulífinu. Ég hef verið mjög ánægð að sjá hvernig fyrirtækin hafa brugðist við.“

Birna er gest­ur Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í Dag­mál­um.

Þátt­ur­inn er op­inn öll­um áskrif­end­um Morg­un­blaðsins og má nálg­ast þá á mbl.is.

Hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni hér.

Þættir