Kringlan sveif hársbreidd frá ungu barni

ÍÞRÓTTIR  | 8. júlí | 11:59 
„Maður myndi halda að það væri hlutverk félagsins að skapa mér bæði æfingaaðstöðu og þjálfara,“ sagði Vigdís Jónsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í sleggjukasti, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Maður myndi halda að það væri hlutverk félagsins að skapa mér bæði æfingaaðstöðu og þjálfara,“ sagði Vigdís Jónsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í sleggjukasti, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Vigdís, sem er 25 ára gömul, tilkynnti nokkuð óvænt eftir Meistaramót Íslands á Akureyri í júní að hún væri hætt keppni hér á landi.

Hún hefur stundað háskólanám í Bandaríkjunum undanfarin ár en þegar hún hefur komið heim til Íslands hefur hún verið í vandræðum með æfingaaðstöðu.

„Aðstaðan er mjög góð í Kaplakrika og hefur verið það í gegnum tíðina en eftir að Skessan kom höfum við nánast ekkert getað notað kastvöllinn,“ sagði Vigdís.

„Það er göngustígur sem liggur þarna meðfram lendingasvæðinu og það er mikil krakkaumferð þar yfir daginn. Það voru mörg tilfelli síðasta sumar sem hefðu getað endað mjög illa.

Ég var nálægt því eitt sinn að kasta sleggjunni í einhvern krakkahóp og við reyndum margoft að ræða þetta við félagið um að það þyrfti að gera einhverjar varúðarráðstafanir þarna,“ sagði Vigdís meðal annars.

Viðtalið við Vigdísi í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Þættir