Vann föður sinn, þökk sé afmælisgjöfinni frá honum

ÍÞRÓTTIR  | 8. júlí | 13:14 
Mikil stemning var í lokaumferðum Tekken-móts mbl.is sem haldið var í Smárabíói á dögunum.

Mikil stemning var í lokaumferðum Tekken-móts mbl.is sem haldið var í Smárabíói á dögunum og ljóst að margir voru spenntir fyrir því að hreppa PlayStation 5-tölvuna sem var í fyrstu verðlaun.

„Fyrsti leikurinn var feðgakeppni, það verður ekki mikið betra en þetta,“ sagði Jóhannes Páll, lýsandi mótsins, þegar undanúrslitaviðureign Egils gegn Júlíusi var í þann mund að hefjast.

„Þetta er mjög jöfn keppni, hver sem er getur tekið þetta.“

 

Sigurstranglegastur væri þó Ronloyd en hann var nýbúinn að sigra sinn eigin föður, Ronald, í áðurnefndri feðgakeppni.

„Hann er mjög öflugur. Hann er fljótur upp í kombóin og mjög snöggur að counter-poke-a.“

https://www.mbl.is/sport/esport/2021/07/12/vildi_ekki_sigra_vegna_mistaka_motherjans/

Spilar best með stýripinna

Ronloyd var með rosalega græju meðferðis en hann notaði sérstakan stýripinna sem líkir eftir gamaldags tölvuspilum í „arcade“-tölvuleikjasölum.

„Mér líður mun betur þegar ég spila með þessu,“ sagði Ronloyd um stýripinnann, en þá fínu græju hafði faðir hans gefið honum í 20 ára afmælisgjöf aðeins nokkrum dögum fyrr.

„Ég gaf honum þetta. Þetta var afmælisgjöf frá mér,“ sagði Ronald glettinn.

Þannig að kannski ef þú hefðir ekki gefið honum þetta þá hefði hann ekki unnið þig?

„Já, það er mögulegt,“ sagði Ronloyd.

 

Ronloyd sigraði á mótinu og tekið var ítarlegt viðtal við föður hans í Morgunblaðinu sem lesa má hér:

https://www.mbl.is/sport/esport/2021/06/28/horfdi_a_fodurinn_spila_ur_voggunni/

Þættir