Vildi ekki sigra vegna mistaka mótherjans

ÍÞRÓTTIR  | 8. júlí | 13:27 
Á dögunum var haldið Tekken-mót í Smáralind, hið fyrsta sinnar tegundar. Rafmögnuð stemning var á mótinu. Í neðri riðli annarrar umferðar kom upp sú staða að þegar þeir Breki og Birkir kepptu ýtti Breki óvart á pásu.

Á dögunum var haldið Tekken-mót í Smáralind, hið fyrsta sinnar tegundar. Rafmögnuð stemning var á mótinu eins og áður hefur verið greint frá. Í neðri riðli annarrar umferðar kom upp sú staða að þegar þeir Breki og Birkir kepptu ýtti Breki óvart á pásu.

https://www.mbl.is/sport/esport/2021/07/08/bardagatolvuleikir_gleymast_oft_i_umraedunni/

Samkvæmt reglum hefði það þýtt að hann hefði tapað fyrsta leiknum en þar sem þeir vissu það hvorugur héldu þeir leiknum áfram, sem endaði í jafntefli.

Þá ákváðu þeir að taka bráðabana um sigurinn, sem endaði með sigri Breka.

Eftir keppnina komu reglurnar aftur á móti í ljós. Birkir vildi þó ekki vinna á þann máta og vildi með því sýna gott fordæmi og íþróttamannslega hegðun.

Þættir