Fimmtán mánuðir af hamfarastjórnun

INNLENT  | 15. júlí | 10:27 
Þremur vikum eftir að Brynhildur Guðjónsdóttir tók við starfi borgarleikhússtjóra var starfsemi leikhússins nánast í lamasessi vegna heimsfaraldurs og samkomutakmarkana sem honum fylgdu. Brynhildur er því búin að vera í krísustjórnun nánast alveg síðan hún tók við en nú horfir til betri vegar og eru metnaðarfull verk á dagskrá leikhússins næsta haust.

Þremur vikum eftir að Brynhildur Guðjónsdóttir tók við starfi borgarleikhússtjóra var starfsemi leikhússins nánast í lamasessi vegna heimsfaraldurs og samkomutakmarkana sem honum fylgdu. Brynhildur er því búin að vera í krísustjórnun nánast alveg síðan hún tók við en nú horfir til betri vegar og eru metnaðarfull verk á dagskrá leikhússins næsta haust. 

„Það að vera í fimmtán mánuði í hamfarastjórnun í leikhúsi sem þrífst og lifir á því að taka á móti gestum, þetta bara breytir algjörlega hugsuninni hjá manni,“ segir Brynhildur, sem er nýjasti gestur Dagmála. 

Hún nefnir t.a.m. að sama dag og nýr bar var opnaður í leikhúsinu hafi verið bannað að selja áfengi. Opnun barsins fór því fyrir lítið.

Frumsýnd á leikárinu 2019 til 2020, sýnd á leikárinu 2021 til 2022

„Ef við lítum á Borgarleikhúsið sem risastórt skip sem sigldi hraðbyri í góðu veðri þá erum við núna búin að vera í stormi og þurftum bara að fara í var. 80% af orkunni er búið að fara í að passa að það komi ekki gat á skrokkinn og flæði inn vatn,“ segir Brynhildur. 

Frétt af mbl.is

Spennandi leikár er í burðarliðnum og er m.a. sýningin Níu líf, sem fjallar um líf Bubba Morthens tónlistarmanns á dagskrá. Hún var frumsýnd á leikárinu 2019 til 2020. 

„Ég leyfi mér að fullyrða það að aldrei í næstum 125 ára sögu Leikfélags Reykjavíkur hafi stóra sýningin, sem er Níu líf, saga Bubba Morthens, Þurft að bíða heilt leikár.“

Þættir Dagmála eru opnir áskrifendum Morgunblaðsins og má horfa á viðtalið við Brynhildi Guðjónsdóttur í heild sinni hér. Mögulegt er að kaupa vikupassa hér.

Þættir