Morgunstund við Jöklu

FERÐALÖG  | 19. júlí | 14:11 
Sumarið er tíminn söng Bubbi Morthens og það er kannski ekki skrýtið. Það er þá sem blómin vakna og trén fá á sig laufblöð og grænan lit. Lund fólks léttist umtalsvert og nótt rennur saman við dag.

Sumarið er tíminn söng Bubbi Morthens og það er kannski ekki skrýtið. Það er þá sem blómin vakna og trén fá á sig laufblöð og grænan lit. Lund fólks léttist umtalsvert og nótt rennur saman við dag.

Þegar um landið er farið við drónatökur skiptir birta öllu máli. Það er best að vakna snemma, og þá er átt við um klukkan fimm, og grípa andartökin þegar dýr og menn eru að losa svefn og allt er kyrrt og hljótt. Það var einmitt þannig þennan morgun þegar höfundur myndaði gömlu brúna yfir Jökulsá á Dal eða Jöklu eins og heimafólk kallar hana.

Þættir