Almenningur „bjóst við mun meiru“

ERLENT  | 19. júlí | 16:06 
Almenningur í Afganistan „bjóst við mun meiru“ úr nýlegum viðræðum á milli afganskra stjórnvalda og talíbana í Doha, höfuðborg Katar.

Almenningur í Afganistan „bjóst við mun meiru“ úr nýlegum viðræðum á milli afganskra stjórnvalda og talíbana í Doha, höfuðborg Katar.

Þetta segir Abdullah Abdullah sem er yfirmaður samninganefndar ríkisstjórnar Afganistans.

Undanfarna mánuði hafa afgönsk stjórnvöld og talíbanar hist af og til í Doha en lítið hefur þokast í samkomulagsátt í viðræðunum.

Abdullah segir þó að „dyrnar séu opnar“ hvað frekari viðræður varðar.

Liðsmenn talíb­ana hafa að und­an­förnu sótt fram víða í Af­gan­ist­an og ótt­ast er að brott­hvarf er­lendra her­sveita muni gera talí­bön­um kleift að ná völd­um af af­ganska hern­um í höfuðborg­inni Kabúl. Talíban­ar segj­ast nú ráða yfir 85% lands­ins.

talíbanar 

Talsmaður afganska innanríkisráðuneytisins sagði að í undirbúningi væru aðgerðir til að sporna við framgangi talíbana.

mistök

 

Þættir