„Fallegt að hafa áhrif“

INNLENT  | 20. júlí | 12:37 
Brynja Dan Gunnarsdóttir var víða titluð sem áhrifavaldur þegar tilkynnt var um framboð hennar til Alþingis á dögunum. Brynja hefur bent á að hún beri töluvert fleiri titla en áhrifavaldur. Hún sé til að mynda framkvæmdastjóri með eigin rekstur, markaðsmanneskja með B.S.-gráðu í verkfræði, móðir og jú, áhrifavaldur.

Brynja Dan Gunnarsdóttir var víða titluð sem áhrifavaldur þegar tilkynnt var um framboð hennar til Alþingis á dögunum. Brynja hefur bent á að hún beri töluvert fleiri titla en áhrifavaldur. Hún sé til að mynda framkvæmdastjóri með eigin rekstur, markaðsmanneskja með B.S.-gráðu í verkfræði, móðir og jú, áhrifavaldur. 

Brynja er gestur Karítasar Ríkharðsdóttur í Dagmálum þar sem hún ræðir meðal annars störf áhrifavalda og ímynd þeirra ásamt eðli starfsins og regluverks sem þarf að þróast hraðar í takt við tímann. 

Í grunninn erum við öll áhrifavaldar

Hún segir fólk enn vera að venjast starfsheitinu áhrifavaldur og að enn sé það stundum tengt við eitthvað neikvætt í hugum fólks. 

„Sem er leiðinlegt, af því að í grunninn finnst mér áhrifavaldur ótrúlega fallegt orð. Mér finnst fallegt að hafa áhrif og ég vil hafa áhrif. Ég held að við séum öll að reyna að hafa áhrif, sama á hvaða formi það er; hvort sem að það eru vinir okkar, fólk sem að við lítum upp til, kennarar, foreldrar, í grunninn erum við öll áhrifavaldar,“ segir Brynja.  

Brynja bendir á að lög sem taka á kostuðu efni á samfélagsmiðlum geri ekki greinarmun á fólki sem er titlað sem áhrifavaldar og öðrum.

Reynir að vera fyrirmynd

„Það fylgir því viss ábyrgð að vera með þennan fjölda á bak við sig. Mér finnst það. Og mér fyndist skrýtið ef ég myndi ekki finna fyrir þeirri ábyrgð.

Ég reyni að vera fyrirmynd og ég reyni að svona vega og meta og vanda valið, hvað ég er að fjalla um og hvað ég er að segja og passa hvar ég stíg niður,“ segir Brynja spurð hvort hún finni fyrir þrýstingi við að hafa mikinn fjölda að fylgjast með sér.

Þætt­ir Dag­mála eru opn­ir áskrif­end­um Morg­un­blaðsins og má horfa á viðtalið við Brynju Dan Gunn­ars­dótt­ur í heild sinni hér. Kaupa má vikupassa hér.

Þættir