Netverslun mun ekki ýta hefðbundinni verslun út af borðinu

VIÐSKIPTI  | 21. júlí | 15:03 
Netverslun er í mikilli sókn um allan heim að sögn Egils F. Halldórssonar, stofnanda Górilla vöruhúss. Hann segir að þessi þróun muni breyta eðli verslunar, en að hefðbundin verslun muni þó ekki hverfa.

Netverslun er í mikilli sókn um allan heim að sögn Egils F. Halldórssonar, stofnanda Górilla vöruhúss. Hann segir að þessi þróun muni breyta eðli verslunar, en að hefðbundin verslun muni þó ekki hverfa.

Egill Fannar er gestur í Dagmálum, streymisþætti á mbl.is sem opinn er öllum áskrifendum Morgunblaðsins.

Hann bendir á að á fáum árum hafi sú þróun orðið að fólk sé orðið mun líklegra en áður til þess að kaupa beint í gegnum netið. Hins vegar séu enn til vörur sem fólk vilji þreifa á og skoða með eigin augum áður en gengið er frá viðskiptunum.

Fyrir skemmstu hélt Górilla vöruhús upp á þriggja ára starfsafmæli og segir Egill að vöxturinn hafi verið mikill. Hins vegar hafi verið mjög þungt að koma rekstrinum af stað. Í dag er fyrirtækið hins vegar með um 50 netverslanir í viðskiptum og vex hröðum skrefum þessa dagana sem leiðir til sífellt meiri stærðarhagkvæmni.

Þáttinn má í heild sinni nálgast hér.

Þættir