„Þessi nekt er svo heilbrigð“

FÓLKIÐ  | 22. júlí | 13:52 
Kvenlíkaminn og afslöppuð nekt er vinsælt viðfangsefni hjá listakonunni Júlíönnu Ósk Hafberg. Hún segir nektina hafa heillað sig þegar hún bjó í Árósum og lærði módelteikningu. Þar áttu nemendur að mála nakta líkama og segist Júlíanna hafa verið mikið í kringum nektina.

Kvenlíkaminn og afslöppuð nekt er vinsælt viðfangsefni hjá listakonunni Júlíönnu Ósk Hafberg. Hún segir nektina hafa heillað sig þegar hún bjó í Árósum og lærði módelteikningu. Þar áttu nemendur að mála nakta líkama og segist Júlíanna hafa verið mikið í kringum nektina.

„Það var bara eitthvað svo ótrúlega fallegt við að sjá þetta, það voru alltaf mismunandi módel og alltaf mismunandi líkamar. Svo ótrúlega fallegt að sjá alls konar líkama og það fór að verða svo stór partur af lífi mínu,“ segir Júlíanna og bætir við að hún hafi verið í sjóbaðssamfélagi þar sem allir voru naktir.

„Þessi nekt er svo heilbrigð. Ég fór svo mikið að skoða hvað við höfum ótrúlega óheilbrigt samband við nekt og við líkamann okkar oft sem afleiðingu af því. Þá fannst mér bara ennþá meira mikilvægt og spennandi og áhugavert að vinna með nektina í einmitt ekki þannig ljósi,“ segir Júlíanna sem vinnur með nektina á ókynferðislegan hátt.

Hún segir margar mikilvægar hreyfingar hafa verið í gangi undanfarin ár sem leggja áherslu á jákvæða líkamsímynd þar sem fólk reynir að normalizera nektina og að hún sé ekki sett fram sem filteruð söluvara. „Sérstaklega kvenfólk útaf því að líkamar okkar eru bara hlutgerðir og oftast kynlífsvæddir og við sjáum nakta líkama oftast bara í klámi eða auglýsingum eða bíómyndum þar sem þetta er allt rosa editað að einhverjum standardi sem flestir passa ekki í.“

Hún segir að hún hafi því eiginlega orðið aðgerðasinni í gegnum listaverk sín með því að taka jákvæða líkamsímynd og heilbrigða nekt inn á sig og áfram. „Þannig að ég hef verið að vinna svo mikið með kvenlíkamann og nektina fyrir þetta, fagna svolítið fegurðinni í honum á sem náttúrulegastan hátt. Allskonar líkama í allskonar stellingum sem eru bara fyrir sjálfan sig en ekki fyrir einhvern annan.“

Viðtalið við Júlíönnu Ósk Hafberg má sjá í heild sinni með því að smella hér.

Þættir