Sóttvarnaaðgerðum og vottorðaskyldu mótmælt víða

ERLENT  | 25. júlí | 8:14 
Í Ástralíu, Frakklandi, Ítalíu og Grikklandi komu þúsundir saman í gær og mótmæltu sóttvarnaaðgerðum hástöfum. Hundruð sekta voru gefnar út í áströlsku borginni Sydney vegna mótmælanna. Mótmælendur og lögregla tókust á og sagði einn lögregluþjónanna hegðun mótmælenda „ofbeldisfulla, ógeðslega og áhættusama“.

Í Ástralíu, Frakklandi, Ítalíu og Grikklandi komu þúsundir saman í gær og mótmæltu sóttvarnaaðgerðum og aukinni pressu á fólk um að fara í bólusetningu gegn Covid-19 hástöfum. Hundruð sekta voru gefnar út í áströlsku borginni Sydney vegna mótmælanna. Mótmælendur og lögregla tókust á og sagði einn lögregluþjónanna hegðun mótmælenda „ofbeldisfulla, ógeðslega og áhættusama“. 

Frétt af mbl.is

 

Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í dag að mótmælin sýndu „sjálfselsku“. Þá bætti hann því við að mótmælin „þjónuðu engum tilgangi“ þar sem þau myndu ekki verða til þess að sóttvarnaaðgerðum yrði aflétt fyrr en ella. 

 

Mótmæltu aðgerðum Macrons

Í Frakklandi beitti lögregla táragasi gegn sumum mótmælendum en áætlað er að 160.000 manns hafi mótmælt aðgerðum Emmanuels Macron, forseta Frakklands, sem draga verulega úr aðgengi að veitingastöðum og almenningsrými fyrir óbólusetta. Mótmælin fóru fram á landsvísu. Nokkrir voru handteknir.

 

Ósátt við græna passann

Á Ítalíu söfnuðust mótmælendur saman í höfuðborginni Róm og mótmæltu því að skylda verði fyrir fólk að framvísa svokölluðum grænum passa ef það ætlar á innisvæði veitingastaða eða á viðburði sem haldnir eru innandyra. 

 

„Ekki snerta börnin okkar“

Um 5.000 manns mótmæltu sóttvarnaaðgerðum og ákalli stjórnvalda eftir því að fólk fari í bólusetningu í Aþenu í Grikklandi. Mótmælendur kölluðu m.a. „ekki snerta börnin okkar“. 

Frétt Guardian

Þættir