Innblástur frá postulínsdiskum ömmu

FÓLKIÐ  | 29. júlí | 9:29 
Innblástur getur komið frá ótrúlegustu stöðum og eru eflaust margir listamenn sem tengja við það. Listakonan og fatahönnuðurinn Halldóra Sif Guðlaugsdóttir er eigandi tískumerkisins Sif Benedicta sem sérhæfir sig í fallegum mynstrum og litagleði. Halldóra er menntaður klæðskeri og útskrifaðist úr fatahönnun frá Háskóla Íslands. Hún segist hafa áhuga á áhugaverðum litasamsetningum og fjölbreyttum listmiðlum og sækir sér innblástur á virkilega skemmtilega vegu.

Innblástur getur komið frá ótrúlegustu stöðum og eru eflaust margir listamenn sem tengja við það. Listakonan og fatahönnuðurinn Halldóra Sif Guðlaugsdóttir er eigandi tískumerkisins Sif Benedicta sem sérhæfir sig í fallegum mynstrum og litagleði. Halldóra er menntaður klæðskeri og útskrifaðist úr fatahönnun frá Háskóla Íslands. Hún segist hafa áhuga á áhugaverðum litasamsetningum og fjölbreyttum listmiðlum og sækir sér innblástur á virkilega skemmtilega vegu.

„Mér finnst ekki bara gaman að teikna kjóla heldur einmitt þarf ég alltaf að pæla í hvernig efnið er og hvernig textíll og það er kannski svolítið sem ég byrja oftast á,“ segir hönnuðurinn Halldóra. Hugmyndir hennar kvikna oft út frá litum.

„Að finna einhverjar óvæntar litasamsetningar á nytjamörkuðum eða ef ég sé eitthvað hjá ömmu, til dæmis einhvern fallegan disk,“ segir Halldóra og rifjar upp að hafa nokkrum sinnum fengið lánaða postulínsdiska hjá ömmu sinni til að fá hugmyndir. Amma hennar lánar þá með glöðu geði svo lengi sem þeim er skilað óbrotnum. Þannig getur innblástur að fallegum kjól komið frá postulínsdiski hjá ömmu!

Viðtalið við Hall­dóru Sif má finna í fullri lengd með því að smella hér.

Þættir