Hin frábæra Húsavík

FERÐALÖG  | 4. ágúst | 13:29 
Fáir bæir á landinu státa af jafnmiklu til að bardúsa og fallegi bærinn við flóann Skjálfanda.

Fáir bæir á landinu státa af jafnmiklu til að gera og fallegi bærinn við flóann Skjálfanda.

Það er alltaf gott að heimsækja Húsavík svo ekki sé talað um í annálaðri blíðunni sem sumarið hefur boðið upp á nyrðra. Sjóböðin frábæru uppi á höfðanum eru fallegt mótvægi við verksmiðjuna á Bakka sem blasir við norðan við bæinn og verður enginn svikinn af því að skella sér í afslöppun í Geosea.

Við höfnina er gott úrval af veitingastöðum þar sem hver og einn ætti að finna eitthvað við sitt hæfi. Allt frá fiski og frönskum yfir í crepes og kaffi.

Það er föst regla hjá þeim sem þetta skrifar að fara í hvalaskoðun þegar bærinn er heimsóttur og þá undantekningarlaust á svokölluðum rib-bát og fylgja þá börnin með og hafa gert síðustu ár og vilja helst fara nokkrum sinnum á dag, slík er skemmtunin. Já, það er bara einn bær á Íslandi sem á sinn eigin poppsmell um Húsavík við Skjálfanda.

Þættir