Ríkið taki gjald við Geysi og á Jökulsárlóni

VIÐSKIPTI  | 13. ágúst | 9:51 
Ríkissjóður hefur á umliðnum árum keypt náttúruperlur á borð við Geysi og Jökulsárlón fyrir milljarða. Óskar Magnússon segir liggja beinast við að það taki gjald af fólki sem sæki staðinn heim.

Ríkissjóður hefur á umliðnum árum keypt náttúruperlur á borð við Geysi og Jökulsárlón fyrir milljarða. Óskar Magnússon segir liggja beinast við að það taki gjald af fólki sem sæki staðinn heim.

Óskar hefur reynslu af gjaldtöku sem þeirri en hann keypti við þriðja mann Kerið í Grímsnesi árið 1999. Um fjórtán árum síðar var ágangurinn á svæðinu orðinn slíkur að hefja varð gjaldtöku til þess að afla fjár til viðhalds staðarins. Hefur mikil sátt skapast um þetta skipulag á síðustu árum og við Kerið er búið að byggja upp góða aðstöðu sem tryggir aðgengi að náttúruvættinu.

mbl.is

En Óskar nefnir fleiri dæmi sem sýni hina góðu reynslu.

„Þingvalladæmið er mjög gott dæmi um þetta, sem ég tel að hafi lukkast vel, og það er hófleg gjaldtaka, þú notaðir það orð. Ef landeigendur fara yfir strikið í því, það verður að gæta að því að þetta sé hóflegt [...] og að peningarnir fari raunverulega í endurbætur og viðhald þannig að menn geti ferðast um staðinn. Um leið og menn fara út af sporinu í þessu þá munu menn sæta gagnrýni og hún mun geta að mínum dómi verið verðskulduð.“

Bílastæðagjöld gefist vel

Óskar er gestur Stefáns Einars Stefánssonar í Dagmálum þar sem þeir ræða aðgangsstýringu að íslenskum náttúruperlum. Í máli hans kemur fram að gjaldtaka eins og sú sem komið hefur verið á við Kerið og á Þingvöllum verði viðtekin á fleiri stöðum á komandi árum.

mbl.is

„Ég sé að þetta muni gerast í vaxandi mæli. Mest sem bílastæðagjöld, það er einfaldast. Það er búið að formúlera það. Sveitungar mínir í Rangárþingi Eystra, loksins hófu gjaldtöku við Seljalandsfoss og þar er allt með miklum sóma. Þar er að hefjast mikil uppbygging á þjónustumiðstöð sem þarf mikla peninga í og en þar voru stækkuð bílastæði og þar er haldið ágætlega í horfinu meðan verið er að safna í sjóði.“

 

 

Bendir hann á að sveitarfélagið eigi einnig Skógafoss, sem er skammt frá Seljalandsfossi.

„ [...] fari menn nú bara þangað og beri þetta saman. þar er engin gjaldtaka. Þetta er næsta hús og nánast í sama vasa. Ég segi bara, horfið á þessi dæmi, það er snurðulaust á Seljalandsfossi, þetta gengur allt fínt.“

Varla bara til að sletta í góm

Og Óskar beinir orðum sínum að ríkissjóði sem vissulega fer með forræði á Þingvöllum en á aðkomu að  öðrum mikilvægum, gríðarlega vinsælum ferðamannastöðum.

„Ríkið hlýtur að ætla að hefja gjaldtöku með einhverjum hætti á Jökulsárlóni. Ekki keyptu þeir það fyrir einn og hálfan milljarð bara til þess bara að sletta í góm. Þeir hljóta líka að ætla að hefja gjaldtöku á Geysi, ég veðja á það. Ekki keyptu þeir það fyrir offjár því þeir ætli ekki að fá þessa peninga til baka. Og ég held að það sé sanngjarnt.“

 

Þætt­ir Dag­mála eru op­nir öll­um áskrif­end­um Morg­un­blaðsins og má nálg­ast þá á mbl.is.

Hægt er að horfa á viðtalið við Óskar í heild sinni hér.

Þættir