Missti hausinn og sjálfstraustið í fyrsta sinn á ferlinum

ÍÞRÓTTIR  | 20. ágúst | 16:59 
„Ég tók á mig mikla launalækkun þegar ég gekk til liðs við Fulham og umboðsmaðurinn minn á þeim tíma ráðlagði mér að fara ekki til London,“ sagði Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Ég tók á mig mikla launalækkun þegar ég gekk til liðs við Fulham og umboðsmaðurinn minn á þeim tíma ráðlagði mér að fara ekki til London,“ sagði Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Ragnar gekk til liðs við Fulham í ensku B-deildina frá Krasnodar í Rússlandi eftir EM 2016 í Frakklandi þar sem hann sló í gegn.

Hann náði sér hins vegar aldrei á strik með enska B-deildarfélaginu og gekk til liðs við Rubin Kazan á láni frá Fulham ári síðar.

„Ég klúðraði þessu tækifæri sjálfur og þetta var í raun í fyrsta skiptið á ferlinum sem ég missti hausinn,“ sagði Ragnar.

„Sama hvað mér gekk vel í fótboltanum þá lét ég það aldrei stíga mér til höfuðs og ég var alltaf með báða fætur á jörðinni.

Þetta var vissulega eftir EM þar sem allt gekk ótrúlega vel og ég var farinn að sjá fyrir mér að það myndi eitthvert lið í ensku úrvalsdeildinni kaupa mig,“ sagði Ragnar meðal annars.

Viðtalið við Ragnar í heild sinni má nálgast með því að smella hér. 

Þættir